Ekki alltaf ķ vinningslišinu

Žaš er komiš aš įramótum. Aftur! Enn eitt įriš lišiš undir lok. Ég ętla alveg aš višurkenna žaš aš ég er ekkert ein af žeim sem missi mig śr spenningi yfir įramótunum. Ętli žvķ sé ekki frekar öfugt fariš. Žvķ žótt mér finnist nżtt upphaf alltaf spennandi žį eru ašrir hlutir ķ kringum įramót sem mér leišast. Fyrst og fremst eru žaš öll žessi įramótaheit. Hvaš er eiginlega mįliš meš žau? Og hver ķ ósköpunum fann upp į žessari vitleysu?

 

Lķklega er žaš nokkuš augljóst aš ég strengi ekki įramótaheit. Aldrei. Žau virka ekki fyrir mig. Mér finnst svo miklu betra aš taka žetta ķ smęrri skrefum og setja mér minni markmiš įriš śt ķ gegn. Bara ekki aš heita einhverju um įramótin sjįlf og svekkja mig svo į žvķ seinna į įrinu aš hafa ekki stašiš viš heitiš. Žvķ aš heita einhverju og aš setja sér markmiš er alls ekki žaš sama.

 

Um įramót lķtum viš gjarnan til baka yfir farinn veg. Hvert įr ber meš sér sigra og ósigra – jį mašur er vķst ekki alltaf ķ vinningslišinu. En žaš er lķka gott žvķ įn ósigranna vęru sigrarnir ekki jafn sętir. Žaš er ósköp ešlilegt aš horfa ašeins til baka į žessum tķma įrs en mikilvęgt er samt aš festast ekki ķ žvķ aš horfa stanslaust ķ baksżnisspegilinn. Aušvitaš gengur ekki alltaf allt upp hjį manni og flestir ef ekki allir verša fyrir vonbrigšum meš eitthvaš į hverju įri. Erfišleikar banka upp į, daušsföll, svik, mistök og fleira ķ žeim dśr gera lķfiš erfišara. Žótt allt žetta taki į skiptir svo miklu mįli aš horfa fram į veginn og aš hętta aš upplifa žaš lišna aftur og aftur. Viš upphaf nżs įrs er žvķ tilvališ aš leggja allt slķkt til hlišar og horfa til framtķšar.

 

Meš žvķ aš einblķna į žaš lišna eitrum viš framtķšina. Žeir sem festast ķ žvķ taka įhęttuna į aš lįta biturleikann nį tökum į sér. Er žaš ekki annars alveg morgunljóst aš žaš er ekkert sem viš getum gert til aš breyta fortķšinni? Hins vegar getum viš haft eitthvaš meš framtķšina aš segja. Ķ staš žess aš horfa ašeins į žaš sem ekki gekk upp į lišnu įri er skynsamlegt aš sleppa tökunum og hrista vonbrigšin af sér. Žį er lķka mikilvęgt aš fyrirgefa, žótt ekki sé nema fyrir eigin sįlarheill svo hęgt sé aš horfa fram į viš.

 

Hjį mér er žakklęti efst ķ huga viš žessi įramót – žakklęti fyrir aš fį aš vera žįttakandi ķ lķfinu. Aš fį aš taka žįtt ķ öllu žvķ sem lķfiš hefur upp į aš bjóša eru nefnilega algjör forréttindi. Aušvitaš veit ég ekkert frekar en ašrir hvaš framtķšin ber ķ skauti sér fyrir mig į žvķ herrans įri 2015. Reyndar veit ég aš ég mun ekki buršast meš marga poka af eftirsjį, vonbrigšum og biturleika inn ķ nżja įriš. Og ég veit lķka aš ég fę aš fagna nżjum įratug strax ķ byrjun įrs og žaš er sko hreint ekki svo lķtiš.

 

Glešilegt nżtt įr elsku landar mķnir og megi nżja įriš fęra ķslensku žjóšinni hamingju, gęfu og gleši.

Vertu velkomiš 2015.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband