Aš lifa ķ ótta

Aš reyna aš vera einhver annar en mašur raunverulega er gerir lķfiš oftast mun erfišara en žaš žarf aš vera. Og aš rembast viš aš vera fullkominn gerir žetta allt saman skrilljón sinnum erfišara. Žaš er allt of flókiš lķf aš reyna sķfellt aš vera einhver annar. Slķkt krefst bęši orku og tķma. Tķma sem hęgt vęri aš nota ķ eitthvaš annaš og uppbyggilegra.

 

Žessa eilķfa leit aš fullkomnun er vonlaus og veldur engu nema innri barįttu. Žótt viš segjum stundum aš hitt og žetta sé alveg fullkomiš žį mišast žaš yfirleitt viš įkvešnar hugmyndir sem viš höfum um vissa hluti. Engin manneskja er til dęmis fullkomin – sem žżšir aš žś ert alveg jafn ófullkominn og nęsti mašur. Aš eltast stöšugt viš aš vera fullkominn einstaklingur er žvķ glötuš barįtta. Meš žvķ aš lifa žannig lifir mašur lķfinu ķ ótta. Ótta viš hvaš öšrum finnst um žig. Ótta viš aš vera dęmdur. Ótta viš aš vera hafnaš. Ótta viš hvaš žér finnst um sjįlfan žig. Og óttanum aš vera ekki nóg.

 

Ef viš erum ekki fullkomlega viš sjįlf og ef viš lifum ekki ķ nśinu žį missum viš af žvķ besta sem lķfiš hefur upp į aš bjóša. Svo af hverju ętti einhver aš lifa lķfinu ķ sjįlfsköpušum ótta žegar žaš er svo miklu einfaldara aš vera bara mašur sjįlfur. Žannig er mašur lķka hamingjusamari og sįttari. Aš vera mašur sjįlfur og vita aš hamingjan kemur aš innan en ekki vegna višurkenningar annarra er góš tilfinning. En žaš krefst žess aš mašur hętti aš hugsa sķfellt um hvaš öšrum finnst. Er lķka ekki betra aš vera hundraš prósent mašur sjįlfur heldur en einhver sem žś telur aš ašrir vilji aš žś sért?

 

Žótt mörgum finnist rśssķbanaferšir hin besta skemmtun žį er afar žreytandi aš fara ķ gegnum lķfiš ķ stöšugri rśssķbanareiš. Upp og nišur, nišur og upp ... en nįkvęmlega žannig er žaš žegar mašur lętur lķf sitt stjórnast af žvķ hvaš öšrum finnst. Žess vegna eiga žeir sem alltaf eru žeir sjįlfir aušveldara meš aš höndla sjįlft lķfiš og hverfulleika žess. Žaš er bara svo miklu betra og aušveldara aš vera mašur sjįlfur – enda hver annar ętti mašur svo sem aš vera?


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband