Er ég fíkill?

Það sem mátti í gær má ekki í dag og það sem átti að borða í gær er ekki ráðlagt í dag. Eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir heilsuna í gær er víst algjör óþarfi í dag og efni sem voru svo góð fyrir okkur í gær gera nákvæmlega ekkert fyrir okkur í dag.

 

Er það bara ég eða finnst fleirum orðið vandlifað í þessum heimi? Ég verð að viðurkenna að ég næ engan veginn að fylgja þessu öllu eftir og auk þess er ég líklega aðeins of vanaföst fyrir svona endalausar breytingar. Hvað má ég í dag og hvað má ég ekki? Hvað er gott fyrir mig og hvað ekki?

 

Fjöldi manns er reiðubúinn að svara þessu og segja mér hvað sé gott fyrir mig og hvað ekki. Stór hluti þessa fólks hamast auk þess við að selja mér, og auðvitað öllum öðrum, hugmyndir sínar, leiðir og aðferðir til þess að lifa lífinu á sem bestan hátt (að þeirra mati auðvitað). Ég játa það alveg að stundum, en bara stundum, efast ég um að ég sé fær um að ráða fram úr þessu sjálf, sérstaklega þegar þetta ágæta fólk vísar í hina og þessa rannsóknina. Undirrituð er nefnilega ansi auðkeypt fyrir alls kyns rannsóknum. Ef eitthvað er með rannsóknarstimpilinn þá kaupi ég það, eða þannig hefur það yfirleitt verið. En ég get samt sagt ykkur það að með hverjum deginum verð ég meira og meira gagnrýnin á þetta allt saman.

 

Þótt rannsóknir séu af hinu góða þá sýnist mér niðurstöður þeirra vera æði oft ólíkar. Á meðan ein rannsókn segir eitt, segir önnur allt annað. Og þegar einn sérfræðingur segir eitt heldur annar alveg þveröfugu fram. Og hverju á maður svo að trúa? Og það sem er kannski enn meira mál; hvað á maður að gera? Á ég að trúa þessarri rannsókn og þessum færa sérfræðingi eða á ég að trúa hinni rannsókninni og öðrum bráðsnjöllum sérfræðingi?

 

Í dag er svo margt talið óæskilegt og jafnvel hættulegt. Líklega finnst einhverjum ég vera að gera ansi margt rangt. Samkvæmt sumum „heilsugúrúum“ er ég t.d. fíkill. Já ég er víst fíkill af því mér finnst súkkulaði gott? Hvort sem það er rétt eða ekki  þá mun ég alla vega seint hætta að gæða mér á sætum súkkulaðimola stöku sinnum.

 

En það er ekki bara sykur sem er á bannlista í dag. Það er svo ÓTALMARGT annað. Mér finnst t.d. ósköp notalegt að sleikja sólina, en það er víst hættulegt. Reyndar eru rannsóknir þar ekki aldeilis sammála. Á meðan ein segir mér að nota ekki sólarvörn af því við þurfum á D-vítamíni að halda segja húðsjúkdómalæknar að ég verði að nota sterka sólarvörn á hverjum degi til varnar húðkrabba. Önnur rannsókn segir hins vegar að ég eigi ekki að nota sterka sólarvörn og enn önnur segir að sólarvörnin sjálf geti valdið krabbameini. Einmitt það! Og hvað?

 

Svo er það spurningin með smjör og fitu, þar eru nú ekki heldur allir sammála. Er óhollt að borða smjör og fitu eða ekki? Ég veit ekki og er reyndar alveg sama enda nota ég smjör ekki í miklum mæli og svo finnst mér fita bragðvond. En mér finnst hins vegar pasta og brauð gott og það vilja margir ekki að maður láti inn fyrir sínar varir. Segja það ekki sniðugt að borða öll þessi kolvetni og glúten. Það sem mér finnst aftur á móti afar sniðugt við þessa glútenumræðu er hversu mörgum finnst nauðsynlegt að sneiða hjá glúteni en vita samt ekki fullkomlega hvað glúten er í raun og veru. En vita samt að þeir eru með glútenóþol. Mér finnst alveg merkilegt að öll ítalska þjóðin skuli ekki vera uppblásin eins og Michelin-maðurinn af öllu þessu pasta og brauðáti.

 

En svo snýr þetta ekki eingöngu að því hvað ekki má heldur líka að því hvað er mikilvægt að gera til að detta ekki dauður niður. Ég á til að mynda að drekka volgt sítrónuvatn á hverjum degi, drekka túrmerik tvisvar á dag, grænan safa alla vega einu sinni á dag, grænt te, taka inn fiskiolíu, vítamín, kalk, borða ofurfæði, kínóagraut (sem ég veit ekki einu sinni hvað er) og auðvitað að fasta. Já og svo segir læknirinn minn mér að nauðsynlegt sé fyrir mig að borða rautt kjöt þrátt fyrir að sumir telji það ekki gott fyrir heilsuna. Svona er þetta flókið. Og hvað með glas af rauðvíni sem á að vera gott fyrir hjartað en getur hins vegar leitt til krabbameins? Það sem ég segi – þetta er hreint ekki einfalt.

 

Þess vegna hef ég ákveðið að taka bæði öllum rannsóknum, sem og frásögnum fólks, með fyrirvara því ég er löngu búin að átta mig á því að það sama hentar ekki öllum. Auk þess hefur mér alltaf leiðst fólk sem er sífellt að segja öðrum hvernig þeir eigi að lifa lífinu. Ég ætla því að hlusta á sjálfa mig og minn líkama, því ég veit best hvað hentar mér. Og þótt sumir segi að súkkulaði sé eitur fyrir líkamann þá veit ég að þessi sæti moli getur verið fóður fyrir sálina. Og hún skiptir mig miklu máli.i moli er stundum gr sagt opinbegAuk þessvað fleira sem r að þeir skjörstað og veita honum atkvæði okkar

fur sjálfur sagt opinbe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband